Welcome to Rayonex Biomedical GmbH Iceland

Rayonex í 30 ár.
Rayonex. Lífsvefilutækni í anda Paul Schmidt í 30 ár.

Fyrirtækið Rayonex fagnaði nýlega þrjátíu ára afar farsælu starfi. Allt frá byrjun hefur Rayonex beitt sér markvisst að hugmyndafræði sem lýtur að heildrænum lausnum og orsakamiðaðri meðferðafræði samhliða rannsóknum og framleiðslu búnaðar á sviði lífsveiflutækni. 

Það hefur alltaf verið grundvallaratriði hjá fyrirtækinu að lífsveiflutækni í anda Paul Schmidt geti örvað starfsemi líkama manna og dýra með beitingu tíðnirófs. Paul Schmidt gerði sér grein fyrir möguleikum lífsveiflutækninnar þegar árið 1976.  (Bioresonance by Paul Schmidt)

Með þessari þekkingu sem Paul Schmidt  setti fram þróaði Rayonex öflugt lífsveiflutæki til meðferða, Rayocomp PS1000 Polar,  og einnig minna tæki, Rayocomp PS10.  Minna tækið er meðfærilegt og því hentugt til einkanota en einnig er það mikið notað til dýralækninga. Notagildi lífsveiflutækni Paul Schmidt er margreynd  hvort heldur til greiningar eða klíniskrar notkunar. Þetta er afrakstur þrotlausrar vinnu starfsmanna Rayonex og meðferðaraðila um allan heim sem nota Rayonex lífsveiflutæknina. Í þessari vinnu hefur orðið til merkilegt greiningar- og meðferðarforrit, RAH (Rayonex Analysis and Harmonising system). Samhliða þróaðist tækni sem kallast;  „Græna kortið“. Það er minniskort sem meðferðaraðili getur vistað meðferðarkerfi á sem notendur geta nýtt sér til meðferðar í eigin tæki. Notandi sem er til dæmis með PS10 heimafyrir getur fengið forrit frá meðferðaraðila sem vinnur með PS1000 polar eða PS10 á Græna minniskortinu og þarf hann þá bara að kveikja á tækinu sínu, setja græna kortið í samband og tækið ræsir sig og setur í gang meðferð sem meðferðaraðilinn ákvarðaði. Einfalt og áreiðanlegt og, hentar ekki síst langveikum eða rúmliggjandi fólki. Ein ástæða fyrir miklum áhuga á lífsveiflutækni Paul Schmidt er án efa einstaklega jákvæðar niðurstöður rannsóknar Fraunhofen stofnuninnar á virkni lífsveiflutækninnar. (Fraunhofen rannsókn ).

Rayonex lífsveiflutækin eru vottuð sem lækningatæki í flokki I og flokki II sem lúta ströngum kröfum og reglum. Vegna þessa kom Rayonex á fót umfangsmiklu gæðastjórnunarkerfi til að tryggja gæði og öryggi tækjanna. Í febrúar 2012 var Rayonex veitt gæðastjórnunarvottorðið QM-Zertifikate sem gildir í þrjú ár.

Eins og áður hefur komið fram er ein grundvallarhugsun Rayonex að meðferð skuli vera orsakamiðuð. Það þýðir að lífsveiflutæknin sem slík er ekki látin duga heldur er leitað orsaka sjúkdóma með greiningartækninni og viðtalsmeðferð. 

Umhverfi okkar getur haft gríðarleg áhrif á heilsu okkar og líðan. Til dæmis hávaði, mengun, rafsegulgeislun, jarðgeislun og margt fleira. Einstaklingar haldnir heilsuvanda þurfa að losna við orsakavald heilsubrests samhliða meðferð. Fæðubótarefni Rayonex er þróað til að  auka orku, jafna sýrustig líkamans og gefa honum nauðsynleg vítamín og snefilefni. Einnig er hugað að afeitrun og gerlaflóru meltingarvegarins sem er bráðnauðsynlegt að sé í góðu lagi.  Jafnframt hefur Rayonex fundið leiðir til að bæta umhverfisáhrif á heimilum og vinnustöðum með búnaði til að takmarka rafgeislun en einnig til að styrkja líkama manna og dýra þar sem aðrar lausnir eru torsóttar. Það er gert með lífsveiflugjöfum sem hægt er að hafa á sér eða á heimili eða vinnustað. 

Nú starfa rúmlega 50 manns hjá Rayonex í Þýskalandi og söluaðilar eru í 26 löndum. Fjöldi græðara og lækna nota Rayonex tæknina og hefur áhuginn í Kína og Japan aukist mikið undanfarin ár. Í Þýskalandi eru um sex þúsund aðilar sem nota Rayonex lífsveiflutækni Paul Schmidt og á heimsvísu fer þessi hópur hratt stækkandi. Rayonex lífsveiflutækni í anda Paul Schmidt er nú fáanleg á Íslandi með stuðningi og þekkingu sem þarf til að byggja upp góða meðferðastofu.