Rayocomp PS1000 polar

Þetta er fjölhæfasta lífsveiflutæki á markaðnum í dag. Hægt er að fá tækið með mismunandi forritum og búnaði. Stýrikerfi þess er byggt á Microsoft tölvu. Tækið er með snertiskjá og er vinna við það einföld og stjórnkerfið leiðandi. Með RAH forritinu er þetta tæki eitt öflugasta lífsveiflutækið sem völ er á. Því fylgir bikar og einangrunarbikar til að mæla óþol gagnvart efnum en einnig til að útbúa remedíur samhliða meðferð.  Í raun er tækið byggt upp af einingum sem flestar byggja á mismunandi hugbúnaði. Notandi getur fengið tækið með einfaldri uppsetningu og þannig sparað sér kostnað en byggt svo ofan á tækið eftir því sem honum sýnist. Þegar notandi er tilbúinn til að bæta við nýjum hugbúnaði getur hann keypt hugbúnaðaruppfærslu eftir þörfum. Lítið mál er að uppfæra tækið. 

Hægt er að fá búnað með hugleiðslutónlist sem fylgir meðferðinni og skjólstæðingur hlustar á meðan á meðferð stendur. Einnig er hægt að fá utanumhald fyrir allt að þúsund skjólstæðinga, forrit fyrir nálastungupunkta, minnisbanka fyrir allt að 99 eigin forrit og RAH forritið sem er það öflugasta sem Rayonex býður upp á. 

RAH forritið er í raun safn af tíðnifylkjum sem notendur um allan heim hafa sent inn í alþjóðlegan gagnabanka sem Rayonex heldur utan um. Þar eru núna rúmlega 1600 fylki og raðað þannig upp að hægt er að mæla ástand skjólstæðings gagnvart mörgum fylkjum í einu. Til dæmis er vöðva- og stoðkerfi yfir einum pakka. Mæling á þeim pakka leiðir í ljós hvort ójafnvægi leynist í stoðkerfinu. Ef það reynist svo vera er hægt að opna þennan pakka og mæla undirfylki og síðan undir undirfylki og einangra þannig heilsuvanda. Einnig er hægt að hafa þessa skoðun sjónræna,  til dæmis  sé verið að mæla hjarta birtast myndir af hjartanu og punktar þar sem viðkomandi tíðnifylki virkar á. Enn fremur er orsakagreiningarkerfi í mörgum tíðnifylkjanna og hægt er að velja orsakaleit og kemur þá upp listi hugsanlegra orsakavalda sem hægt er að kemba. 

Auk þess er svo hægt að fá tíðnifylki sem sérhæft er í dýralækningum enda er Rayonex tæknin ekki síður notuð af dýralæknum. Hestar, hundar, kettir, skjaldbökur og ýmis önnur dýr hafa notið góðs af Rayonex tækninni. 

Greiningartækni bæði Rayonex PS 1000 polar og PS10 byggir á notkun „Rayotensor“. Þetta er óhefðbundin tækni byggð á „Radiesthesia“. Meðferðaraðilinn fylgist með loftneti sveiflast til og frá þegar tilteknum tíðnum eða tíðnifylkjum er varpað á skjólstæðinginn. Svörun líkamans kemur fram í þessu loftneti og með reynslu getur meðferðaraðilinn lesið ýmislegt út úr loftnetinu. Þessi aðferð er umdeild en meðferðaraðilar eru sammála um að aðferðin gefi góða raun og sé í raun mun áreiðanlegri en aðferðarfræði sem byggir á að láta tölvubúnað lesa líkamann. 

 
 
Rayocomp PS 1000 Polar

incl. 54 integrated harmonising programmes, Bio-resonance...

order number: 300

*

Harmony with Music

incl. headphones

order number: 30010

*

Acupuncture Oscillation Therapy

incl. 14 meridian programmes

order number: 30020

*

Administration up to 250 patients

Possibility of an increase from 10 to 250 patients

order number: 30030

*

Administration up to 1000 patients

Possibility of an increase from 10 to 1000 patients

order number: 30040

*

Storage administration up to 50 own programs

Possibility of an increase from 5 to 50 storage programmes

order number: 30050

*

Storage administration up to 99 own programs

Possibility of an increase from 5 to 99 storage programmes

order number: 30060

*

Programmes according to Dr. med. Elmar Ulrich

22 harmonisation programmes

order number: 30070

*

8 special programmes

8 special programmes

order number: 30080

*

Rayonex Analysis and Harmonising System (RAH)

more than 800 main- and partprogrammes

order number: 30085

*

12 24 36 48