Skilmálar

Vitalis ehf

1. Almennt
Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, Rayonex.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hinsvegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessa skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verðum og fella niður tilboð án fyrirvara.

Verð og greiðsluskilmálar:
Öll verð á vefsíðunni eru með VSK. Verð eru án pökkunar og sendingarkostnaðar. Greiðsla fer fram með millifærslu inn á reikning Vitalis ehf og staðfest með reikningi sem sendur er með netpósti á viðskiptavin. Þar með er kominn staðfestur samningur milli kaupanda og seljanda. 

Verð á vefsíðu Rayonex.is eru með fyrirvara um sveiflur á gengi gjaldmiðla. Þegar vara er greidd stendur verðið óbreytt.

2. Greiðsluskilmálar og afhending
Vörur þarf að greiða með bankamillifærslu á reikning Vitalis ehf. Að lokinni greiðslu verður vara afgreidd og send til kaupanda. 

Afhendingartími byggist á áætlun. Fyrirvari er gerður á afhendingartíma vegna breytilegra aðstæðna. 

Komi upp óviðráðanlegar ytri aðstæður (force majeure) svo sem eldgos, jarðskjálftar, verkfall eða þess um líkt, er seljanda heimilt að fresta efndum sínum eða falla frá kaupunum.

3. Skil á vörum
Kaupanda er heimilt að skila vöru gegn endurgreiðslu innan fjórtán daga frá afhendingardegi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum. Umbúðir og vara sé með öllu óskemmd sem og umbúðir. Varan hafi ekki verið notuð né innsigli rofin þar sem það á við. Þetta á við nema annað sé tekið fram. Á ákveðnum vörum er lengri skilafrestur og sé sérstakur samningur þar um.

4. Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

5. Sendingarkostnaður
Hvorki pökkunar-, tryggingar-, né sendingarkostnaður er innifalin í verði vöru. Hafið samband við vitalis@vitalis.is upp á nánari upplýsingar eða föst tilboð.